miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný Vestmannaey á heimleið

16. júlí 2019 kl. 09:49

Áhöfnin sem nú siglir nýrri Vestmannaey heimleiðis. MYND/Guðmundur Alfreðsson

Útgerðarfélaginu Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar, var afhent ný Vestmannaey sl. föstudag.

Ný Vestmannaey var afhent útgerðarfélaginu Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar, síðastliðinn föstudag. Síldarvinnslan hf. greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

„Skipið er smíðað í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er hið glæsilegasta. Vestmannaey hélt áleiðis til Íslands á laugardagskvöld og er gert ráð fyrir að skipið komi til heimahafnar í Vestmannaeyjum á morgun.“

Reiknað er með að skipið sigli í Vestmannaeyjahöfn um klukkan 13 á morgun, en formleg móttökuathöfn verði haldin í haust þegar systurskip Vestmannaeyjar, Bergey, kemur til heimahafnar.

Bergey er einnig í smíðum hjá Vard í Aukra í Noregi.