sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjar makrílviðræður strax eftir nýár

12. desember 2011 kl. 12:15

Makríll

Átta tilraunir hafa verið gerðar til að ná samkomulagi.

,,Bilið milli aðila að makríldeilunni var of stórt til þess að samkomulag gæti orðið. Eigi að síður meta deiluaðilar það svo að bilið sé ekki stærra en svo að mögulegt ætti að vera að ná samkomulagi. Þess vegna halda samningaviðræður áfram strax eftir nýár með það að markmiði að samningur gæti tekið gildi árið 2012.”

Svo segir í fréttatilkynningu frá norska sjávarútvegsráðuneytinu að loknum síðasta makrílfundi á Írlandi í síðustu viku.

Lisbeth Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra Noregs segir þar að Noregur og ESB hafi teygt sig langt til þess að koma til móts við kröfur Íslands og Færeyja og kveðst vona að síðarnefndu ríkin sýni vilja til samninga þannig að samkomulagi geti náðst.

Alls hafa átta árangurslausir samningafundir verið haldnir í makríldeilunni til þessa.