mánudagur, 16. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjustu Fiskifréttir

9. október 2008 kl. 16:07

Fiskifréttir komu út með Viðskiptablaðinu í dag.

Meðal efnis er eftirfarandi:

- Hvernig kemur fjármálakreppan við sjávarútveginn? Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ og Eggert Guðmundsson forstjóri HB Granda svara því .

- ,,Oft var þörf en nú er nauðsyn” . Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður ritar skoðunargrein og leggur til auknar veiðar í þorski og síld.

- ,,Ekki gripið til örvæntingarfullra viðbragða”, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.

- Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt.

- Hefur skotið hátt í 1200 hrefnur um ævina. Rætt við Guðmund Haraldsson skipstjóra á hrefnuveiðibátnum Nirði KÓ.

- Rækjuveiðar hafa gengið vel. Ómar Þorleifsson skipstjóri á Sigurborgu SH er ,,karlinn í brúnni”.

- Stefnt að aukinni rækjuframleiðslu á Hólmavík.

- Sandkolinn hefur lítið braggast milli ára

- Samantekt: Aflahæstu skip og bátar í september.

- Og margt fleira.