fimmtudagur, 2. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjustu Fiskifréttir

4. júlí 2008 kl. 11:41

Í nýjustu Fiskifréttum er m.a. fjallað um kvótaúthlutun komandi fiskveiðiárs og viðbrögð við henni, skötuselsveiðar við Suðurland, lúðuveiðar á Reykjaneshrygg, rækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi og bleikjueldi á Íslandi.

- Áframhaldandi þorskkvótaskerðing á næsta fiskveiðiári leggst illa í útvegsmenn og sjómenn. Rætt er við framkvæmdastjóra Odda, Vinnslustöðvarinnar og Síldarvinnslunnar og einnig við skipstjórann á frystitogaranum Kleifabergi ÓF og við trillukarl í Grímsey.

- Íslandsbleikja, sem er í eigu Samherja, er langstærsti bleikjuframleiðandi í heimi. Fjallað er um starfsemi fyrirtækisins og útflutningsmarkaðinn fyrir bleikjuafurðir.

- Þokkaleg skötuselsveiði í netin. Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri á Sandvíkingi ÁR er ,,karlinn í brúnni” þessa vikuna.

- Lúðuveiði á Reykjaneshrygg er dræm en samt meiri en í fyrra. Rætt er við Ólaf Friðbert Einarsson skipstjóra. - Reynt að bjarga Alþjóðahvalveiðiráðinu.

 - ,,Aukum þorskkvótann í 220 þús. tonn” er yfirskrift skoðunargreinar eftir Örn Pálsson framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda.

- Rækjuveiðarnar ganga betur en í fyrra en aðeins þrjú skip eru á miðunum. Rætt er við Jón Steingrímsson skipstjóra á Gunnbirni ÍS 302.

- 95% af hráefni til rækjuvinnslu var flutt inn á síðasta ári.

- Og ýmislegt fleira. -