
Í nýjustu Fiskifréttum er fjallað um kaup á nýju línuskipi, makrílveiðar á síldarslóð, rannsókn á hrygningu þorsks, úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg, túnfiskveiðar Íslendinga í Miðjarðarhafi, handfæraveiðar í Faxaflóa, partrollveiðar á síld fyrir austan land, væntingar um grænlandsþorskinn, kröfur um olíustyrki, talningar á hvölum og margt fleira.
Þetta er helst í nýjustu Fiskifréttum
- Rannsókn: Hafa virkjanir áhrif á hrygningu þorsksins? Rætt við Guðrúnu Marteinsdóttur prófessor og fiskifræðing.
- Grænlendingar búa sig undir nýtt þorskævintýri.
- Íslensku skipin fá mikinn makríl með síldinni fyrir austan land og sum frysta hann um borð
- Nær allir hættir á úthafskarfa vegna lélegra aflabragða
- ,,Lokið er gleðskap á Saga Class”. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar skoðunargrein um kollsteypuna í efnahagslífinu
- Gott færafiskirí í Flóanum. Þorvaldur Gunnlaugsson skipstjóri á Ásþóri RE er ,,karlinn í brúnni” að þessu sinni.
- Ágætisveiði í partrollið á íslensku síldinni
- Fiskkaup fá nýtt og stærra línuskip sem fer fyrst á grálúðuveiðar
- Meiri styrki, meiri kvóta, eru kröfur sjómanna í ESB-ríkjunum.
- Mun minna sást af hrefnu í hvalatalningum en langreyði fer hins vegar fjölgandi.
- Eyborg EA fær úthlutað túnfiskkvóta Íslendinga og tekur hann í lögsögu Líbýu.
- ....og margt fleira.