þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýliðun hörpudisks léleg fimmta árið í röð

24. október 2010 kl. 11:00

Sýkingin virðist vera horfin í hörpudisknum í Breiðafirði en stofninn er áfram í lægð og nýliðun léleg samkvæmt niðurstöðum úr nýlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunar, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Stofnmæling á hörpudiski í Breiðafirði fór fram á Dröfn RE dagana 29. september til 3. október síðastliðinn. Heildarniðurstöður liggja ekki fyrir en Hrafnkell Eiríksson leiðangursstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir að stofninn væri ennþá í lægð og mældist aðeins 14,5% af meðaltalsstærð stofnsins á árunum 1993-2000 þegar hann var í ágætri jafnstöðu. 

Stofn hörpudisks í Breiðafirði hrundi á árunum 2001-2003 vegna sýkingar sem hrjáði skelina í mörg ár á eftir. Lítilsháttar veiði var árið 2003 en síðan voru veiðar stöðvaðar. Hrafnkell sagði að hörpudiskurinn sýndi nú öll ytri merki þess að sýkingin væri horfin. Hins vegar ylli það mestum vonbrigðum að nýliðun væri áfram léleg fimmta árið í röð.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.