föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Antares smíðaður í Noregi

16. júní 2015 kl. 16:05

Tölvuteikning af nýja Antares.

Eldra skip með sama nafni heitir nú Margret EA

Útgerðin Antares Fishing Company á Hjaltlandi hefur gert samning við norsku skipasmíðastöðina Simek í Flekkefjord um smíði á nýju uppsjávarskipi. Skipið leysir af hólmi eldra skip með nafninu Antares sem smíðað var í Flekkefjord árið 1996 og heitir nú Margret EA eftir að Samherji keypti það á fyrir skemmstu.

Það þykir nokkrum tíðindum sæta að norskar skipasmíðastöðvar skuli á ný geta keppt við erlendar stöðvar um smíði á skipi af þessu tagi, að því fram kemur á norska vefnum Kystmagasinet. Skipið verður 75,4 m á lengd og 15 m breitt með 12 sjókælitönkum, samtals 2.400 rúmmetrar. Aðalvélin er 6600 kW af gerðinni Wartsila. Klefar í skipinu eru fyrir 16 manns.  Skipið er hannað af Skipsteknisk AS og útbúnaður er að verulegum hluta norskur. 

Útgerðin fær nýja skipið afhent í desember 2016.