fimmtudagur, 5. ágúst 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Beitir í beinni útsendingu

23. desember 2015 kl. 10:45

Gitte Henning verður Beitir NK.

Hægt að fylgjast með heimkomu skipsins á Youtube frá klukkan 11 árdegis.

Nýr Beitir kemur til heimahafnar í Neskaupstað í fyrsta sinn núna kl. 11 í dag,Þorláksmessu. 

Á vef Síldarvinnslunnar segir að hægt sé að fylgjast með því í beinni útsendingu á youtube, HÉR

Síldarvinnslan hvetur bæjarbúa til að leggja leið sína niður á hafnarbakkann í miðbænum til að fagna skipinu enda um að ræða stærsta harða pakka sem Norðfirðingar hafa fengið um jól. Beitir mun við komuna sigla um fjörðinn svo allir geti virt fyrir sér hið glæsilega skip.

Sunnudaginn 27. desember verður móttökuathöfn í skipinu kl. 15 og það verður síðan til sýnis til kl. 17. Allir eru þá hjartanlega velkomnir um borð.

Sjá nánar upplýsingar um nýja og gamla Beiti á vef SVN.