þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr eigandi að fiskvinnslunni á Flateyri

14. febrúar 2011 kl. 09:03

Hefur meðal annars yfir að ráða 196 brl. línubeitningarbáti og 50 brl. snurvoðarbáti.

Nú stefnir í að fiskvinnsla hefjist á ný á Flateyri eftir að útgerðarfélagið Lotna ehf. sem skrásett er á Álftanesi hefur keypt þrotabú Eyrarodda ehf. Um er að ræða allar fasteignir þrotabúsins, fiskvinnsluna og skrifstofuhúsnæðið, og krókaaflamarksbátinn Stjána Ebba ÍS.

Á vefnum bb.is á Ísafirði kemur fram að Sigurður Aðalsteinsson og Kristján Kristjánsson skipstjóri séu í forsvari fyrir Lotnu ehf. Félagið hafi yfir að ráða nokkrum bátum s.s. Kristrúnu HF, 196 brl. línubeitningarbáti, Stefáni BA, 50 tonna snurvoðarbáti, krókaaflamarksbátnum Blikaberg og strandveiðibátnum Huldu HF.

„Við erum á leiðinni vestur um helgina og byrjum að ráða fólk í vinnsluna strax í næstu viku. Þá er stefnan að hefja vinnslu á allra næstu vikum,” segir Kristján í samtali við bb.is en hann mun starfa sem framkvæmdastjóri vinnslunnar og flytja vestur í framhaldinu.