fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr fiskveiðisamningur ESB og Máritaníu tekur gildi

6. nóvember 2013 kl. 16:20

Spænskur fiskibátur við Máritaníu.

ESB greiðir jafnvirði 2,4 milljarða íslenskra króna fyrstu átta mánuðina.

Í gær tók gildi nýr fiskveiðisamningur Evrópusambandsins og Máritaníu. Samkvæmt honum greiðir ESB 15 milljónir evra eða jafnvirði 2,4 milljarða íslenskra króna fyrir fiskveiðiréttindi í lögsögu Máritaníu fyrstu átta mánuði gildistímans.

Samningurinn var samþykktur í Evrópuþinginu með 467 atkvæðum gegn 154 en 28 sátu hjá. Spánverjar eru einkum andvígir samningnum en hlutur fiskimanna frá Galisíu á Norðvestur-Spáni sem stundað hafa kolkrabbaveiðar við Máritaníu eru sagður fyrir borð borinn. 

Haft er eftir Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB að fjöldi evrópskra fiskiskipa njóti góðs af fiskveiðisamningnum við Máritaníu, sérstaklega þau sem veiði túnfisk (Spánn), smáar tegundir uppsjávarfisks (Lettland, Litháen, Pólland, Holland og Portúgal) og botnfisk (Spánn). 

Minna á má að eftir að nýr samningur hafði verið gerður milli ESB og Máritaníu fyrir um það bil einu ári varð óánægja útgerðanna svo mikil að þær drógu skip sín út úr lögsögu landsins. Þeirra á meðal voru skip sem Íslendingar gerðu út þar syðra.