þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Gullhólmi SH afhentur

1. október 2015 kl. 10:34

Gullhólmi SH á siglingu. (Mynd Þorgeir Baldursson)

Báturinn er smíðaður inn í krókaaflamarkið og er um 30 brúttótonn að stærð

Nýlega afhenti Seigla ehf. á Akureyri nýjan bát, Gullhólma SH, til Augustson í Stykkishólmi. Gullhólmi SH, sem smíðaður er inn í krókaaflamarkskerfið, er 30 brúttótonn að stærð, um 13,7 metra langur og 5,7 metra breiður.

Báturinn er hannaður af Ráðgarði skiparáðgjöf ehf. Báturinn er ríkulega búinn vélum og tækjum. Siglinga- og fjarskiptatæki eru frá Sónar ehf. Sónar sá einnig um uppsetningu siglingatækja. Aðalvélin er Yanmar og beitningarvélin er frá Mustad.  

Heiðguð Byggir sá um alla smíðavinnu og uppsetningu en Trésmiðjan Ölur ehf. smíðaði eldhúsinnréttingu og hurðir. Alla aðra vinnu annaðist Seigla, s.s. rafmagnsvinnu, stálvinnu og niðursetningu vélbúnaðar. Málning er frá Sérefni ehf.

Íbúðir eru fyrir 8 skipverja í 4 tveggja manna klefum, ásamt setustofu, borðsal, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi.

Fiskilest er 50 rúmmetrar að stærð og rúmar 42 stykki af 660 lítra körum sem eru frá iTUB ehf. Eldsneytistankur er 5.000 lítra og ferskvatnstankur er 1.500 lítra.

Sjá nánar umfjöllun um bátinn í nýjustu Fiskifréttum.