þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Stakkhamar SH klár til veiða

19. ágúst 2015 kl. 15:00

Stakkhamar SH á siglingu. (Mynd Alfons Finnsson)

Minni vél og stærri skrúfa eykur hagkvæmni

Nýr og glæsilegur Stakkhamar SH hóf veiðar í vikunni. Báturinn kom nýsmíðaður til Rifs fyrir nokkru. Hann var smíðaður hjá Siglufjarðar Seig fyrir Kristinn J. Friðþjófsson ehf. á Rifi.

Stakkhamar er 15 metra krókaaflamarksbátur, um 30 brúttótonn að stærð. Í honum er beitningarvél með 18 þúsund krókum. Vélin er 600 ha og minni en í sambærilegum bátum. Á móti kemur að skrúfan er stærri. Hugmyndin er sú að draga úr olíunotkun og minnka álag á bátinn. Skipstjóri á Stakkhamri er Björn Heiðar Björnsson og alls verða fjórir í áhöfn.

 

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um bátinn í nýjustu Fiskifréttum sem koma út á morgun.