fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Voyager smíðaður í Danmörk

1. september 2015 kl. 14:28

Teikning af nýjum Voyager.

Norður-írsk útgerð endurnýjar uppsjávarskip

Það eru fleiri en Norðmenn og Íslendingar sem láta smíða fyrir sig glæsileg uppsjávarskip. Voyager Fishing Company Ltd í Kilkeel á Norður-Írlandi hefur látið hanna nýtt uppsjávarskip fyrir sig hjá norska fyrirtækinu Salt Ship Design.

Skipið, sem fær nafnið Voyager, verður smíðað hjá Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku. Um er að ræða nóta- og togskip sem er 86,4 metra langt og 17,8 metrar á breidd. Það getur borið um 3.200 rúmmetra.