mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt alþjóðlegt umhverfismerki fyrir smábáta

30. mars 2012 kl. 10:41

Alþjóðlegt umhverfismerki fyrir smábáta

Er ætlað að aðgreina smábáta og strandveiðar frá iðnaðarveiðum

 

 

Nýtt alþjóðlegt umhverfismerki um ábyrgar fiskveiðar er í burðarliðnum sem ætlað er að aðgreina smábáta og strandveiðar frá iðnaðarveiðum, að því er Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Að merkinu standa alþjóðleg samtök strandveiðimanna en Arthur er annar tveggja formanna þeirra samtaka. Hugmyndin að þessu merki kviknaði fyrir þremur til fjórum árum. Komið var á fót hópi áhugasamra fyrirtækja og félaga (The Responsible Fishing Alliance, RFA) til að undirbúa málið og hrinda því í framkvæmd. Í þeim hópi eru þekkt fyrirtæki eins og Carrefour, Gelazur og Elior. Undirbúningur er nú á lokastigi. Kynning er að hefjast og Arthur sagði að þegar á þessu ári mætti búast við að merkið yrði tekið í notkun.

Nýja merkið ber nafnið The International Label of Responsible Fishing for Artisanal, Coastal, and Small-scale fisheries (LRF). Merkið er byggt á stöðlum FAO um ábyrgar fiskveiðar. Þá eru aðstandendur merkisins í samstarfi við Eurofins Certification.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.