sunnudagur, 15. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjasta og stærsta fiskiskip Svía

1. október 2014 kl. 15:32

Hið nýja flaggskip Svíanna.

1500 gestir fögnuðu fjölveiðiskipinu Astrid.

Svíar eru smáþjóð á sjávarútvegssviðinu í samanburði við frændþjóðir sínar í vestri. Því var það mikill viðburður þegar nýjasta skipið í sænska fiskveiðiflotanum var afhent með pompi og prakt á eyju skammt frá Gautaborg á dögunum. Rúmlega 1500 gestir voru viðstaddir athöfnina. 

Skipið heitir Astrid og var smíðað hjá Karstensen skipasmíðastöðinni í Danmörku. Þetta nóta- og togskip, 69,95 metra langt og 15 metra breitt, og telst vera stærsta fiskiskipið í sænskri eigu.

Reyndar má deila um það hvort skipið sé sænskt því það siglir undir dönskum fána og er skráð í eigu samnefndrar útgerðar á Skagen í Danmörku. Eigendur eru sænskir og danskir. Lestarrýmið í skipinu er 2.129 rúmmetrar skipt niður á ellefu kælitanka. 

Eins og líkum lætur væsir ekki um áhöfnina á þessu nýja skipi, eins og sjá má á myndunum sem fylgir frásögn af skipinu á norsku vefsíðunni Kystmagasinet.