þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt metár hjá norska flotanum

2. nóvember 2012 kl. 11:27

Norskur frystitogari

Heildartekjur 332 milljarðar ISK árið 2011 og framlegðin 22%

Metár var hjá norska fiskiskipaflotanum í fyrra samkvæmt nýjum tölum frá norsku Fiskistofunni um rekstrarafkomu útgerðarinnar.

Heildartekjur flotans voru 14,9 milljarðar norskra króna (332 milljarðar ISK) á árin 2011 sem er 4 milljarða aukning frá árinu á undan.

Útgerðin skilaði 22% framlegð í fyrra sem er talsvert betri árangur en árið 2010 sem var besta ár flotans fram að þeim tíma.

Framlegðin hefur aukist jafnt og þétt síðustu áratugina og er nú fjórum sinnum hærri að meðaltali en hún var árið 1980. Uppsjávarskipin skiluðu bestum árangri á síðasta ári. Hringnótabátarnir voru þar fremstir í flokki en framlegðin hjá þeim var 35%.