laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt skip fyrir útgerð á Hjaltlandseyjum

30. maí 2016 kl. 09:56

Hin nýja Serene.

Karstensens skipasmíðastöðin í Danmörku hefur vart undan að smíða uppsjávarskip.

Útgerð á eyjunni Whalsay á Hjaltlandseyjum hefur samið um smíði á glæsilegu uppsjávarskipi hjá Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku. Skipið mun  fá  nafnið Serene og leysir af hólmi skip með sama nafni sem smíðað var árið 2009 og hefur nú verið selt til Noregs.

Hin nýja Serene verður 82 metra löng og 17,2 metra breið með 2.900 rúmmetra sjókælitönkum. Verðið er 230 milljónir danskra króna eða jafnvirði 4,3 milljarða íslenskra. Skipið verður búið hæggengri aðalvél af gerðinni MAN með 4.500 mm skrúfu. Það mun stunda veiðar á makríl og síld með flottrolli. 

Afhenda á Serene í júní 2018. Segja má að Karstensens skipasmíðastöðin hafi vart undan í nýsmíðum því fyrir liggja pantanir um tíu uppsjávarskip hjá stöðinni sem afgreiða þarf á næstu þremur árum.