þriðjudagur, 18. maí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt veiðigjald lagt á þorsk og annan bolfisk á Grænlandi

26. maí 2016 kl. 09:00

Þorskur veiddur á grænlensku skipi. Mynd Þorgeir Baldursson.

Veiðigjöldin verða 5,4 milljarðar á næsta ári á allan fisk, bolfisk, uppsjávarfisk og rækju

Grænlenska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp um að lagt verði veiðigjald á þorsk, ýsu, ufsa og karfa sem grænlensk skip veiða. Nemur gjaldið 0,55 krónum dönskum á kíló, eða um 10,4 krónum íslenskum. Þetta er liður í því að samræma veiðigjöld í grænlenskum sjávarútvegi, að því er Hilmar Ögmundsson, ráðgjafi fjármálaráðherra Grænlands, sagði í samtali við Fiskifréttir. 

Reiknað er með því að nýju veiðigjöldin gefi um 15 milljónir danskar í tekjur á árinu 2017. Að þeim meðtöldum verða veiðigjöld á Grænlandi alls um 285 milljónir danskar á næsta ári, eða um 5,4 milljarðar íslenskir. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.