laugardagur, 4. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt vinnslukerfi frá Marel til Pacific Andes í Kína

22. september 2011 kl. 14:41

Marel Innova hugbúnaður

Fiskvinnslur í Kína byggja ekki lengur nær eingöngu á mannafli

Marel hefur skrifað undir samning við kínverska fyrirtækið Pacific Andes, eitt a stærstu fiskvinnslufyrirtækjum heims, um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á nýju vinnslukerfi fyrir hvítfisk.Verður línan sett upp í vinnslustöð fyrirtækisins í Qingdao, að því er fram kemur í frétt frá Marel.

Kerfið er byggt á nýrri hönnun og er leitt af Marel í samvinnu við Skagann á Akranesi og 3X Technology. Kerfið spannar m.a. uppþíðingu, meðhöndlun fiskikera, kælingu, flokkun og snyrtingu og uppfyllir hæstu kröfur um gæðaeftirlit og rekjanleika.

„Þetta er fyrsta uppsetning á nýrri flæðilínu sem er hönnuð til að hámarka sjálfvirkni í afkastamiklum vinnslustöðvum á hvítfiski eins og Alaska ufsa og eldishvítfiski eins og tilapia og pangasius,“ segir Kristmann Kristmannsson, sérfræðingur í fiskiðnaðarsetri Marel.

Fiskvinnsla í Kína hefur hingað til byggt að verulegu leyti á mannafli. Meðal fiskvinnslufyrirtæki í Kína er með 4.000-12.000 manns í vinnu. En nú þegar hagkerfið er í hröðum vexti stendur greinin frammi fyrir aukinni samkeppni um vinnuafl. Uppsetningin í Qingdao er fyrsta skrefið í átt að fullri vélvæðingu og sjálfvirkni fyrir stærstu hvítfiskvinnslustöð Kína. Pacific Andes hefur þegar kynnt áform um að uppfæra búnaðinn í öðrum vinnslustöðvum fyrirtækisins með svipuðum lausnum frá Marel ef línan í Qingdao reynist vel, segir ennfremur í frétt frá Marel.