þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óánægja með svör ráðherra

3. febrúar 2016 kl. 15:57

Fiskvinnsla (Mynd: Arnaldur)

FA og SFÚ hvöttu sjávarútvegsráðherra til að draga úr samkeppnishindrunum í samræmi við álit Samkeppniseftirlitsins.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur svarað bréfi Félags atvinnurekenda (FA) og Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) frá 2. desember síðastliðnum. Þar var sjávarútvegsráðherra hvattur til að grípa til aðgerða til að draga úr samkeppnishindrunum í sjávarútvegi í samræmi við álit Samkeppniseftirlitsins frá því árið 2012.

Í bréfi FA og SFÚ voru útlistaðar fjórar tillögur Samkeppniseftirlitsins um hvernig mætti efla samkeppni í sjávarútveginum og draga úr samkeppnishömlum sem hlytust af lóðréttri samþættingu útgerðar og fiskvinnslu. "Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að vegna hennar hallaði á samkeppnisstöðu fiskvinnslufyrirtækja án útgerðar og útgerðarfyrirtækja án fiskvinnslu. Í stuttu máli er afstaða ráðuneytisins sú að aðhafast ekkert í neinu af þessum fjórum málum," segir á vef FA.

Sjá nánar á vef FA