mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óbreyttur hrefnukvóti í Noregi

7. febrúar 2013 kl. 13:00

Hrefna

Leyft verður að veiða 1.286 dýr á þessu ári.

Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að hrefnukvóti Norðmanna á þessu ári verði 1.286 dýr sem er sami fjöldi og á síðustu vertíð. 

Fram kemur að kvótinn sé settur á grundvelli reiknilíkana sem vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi útbúið. 

Á síðustu árum hafa hrefnuveiðar Norðmenna verið innan við helmingur af úthlutuðum kvóta. Veiðarnar takmarkast við eftirspurn eftir hvalkjöti á innanlandsmarkaði.