miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ódýr eldisfiskur streymir til Rússlands

24. febrúar 2010 kl. 15:03

Víetnamar hófu að flytja eldisfiskinn pangasius til Rússlands á síðasta ári og hefur sá útflutningur aukist með undraverðum hraða.

Nú er búist við því að Rússar kaupi pangasius frá Víetnam fyrir 100 milljónir dollara á árinu 2010, eða um 127 milljónir íslenskar.

Að sögn embættismanna í Víetnam er talið líklegt að Rússland verði eitt af 10 stærstu markaðssvæðum fyrir sjávarafurðir frá Víetnam og að jafnvel megi búast við því að Rússar greiði hærra verð en fæst á Evrópumarkaði.