þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

OECD: Varðveitið skilvirkni kvótakerfisins

21. júní 2011 kl. 11:58

Þorskur í trollpoka. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Ný skýrsla Efnahags- og framframfarastofnunar Evrópu um Ísland.

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hvetur til þess að skilvirkni núverandi stjórnkerfis fiskveiða á Íslandi verði varðveitt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun efnahagsmála á Íslandi eftir hrun.

Í skýrslunni kemur fram að kvótakerfið hafi reynst vel og að ríkur hvati sé í því til ábyrgrar fiskveiðistjórnunar. Hins vegar standi kerfið standi nú frammi fyrir ógn vegna „meints óréttlætis" við úthlutun aflaheimilda við upphaf kvótakerfisins.

Í skýrslunni segir síðan orðrétt: „Rétt er að hafa í huga að þegar aflaheimildum var upphaflega úthlutað voru réttindi til fiskveiða takmörkuð í stað ótakmarkaðs aðgengi áður. Það er ekkert sem stjórnvöld geta gert nú til að vinda ofan af meintu óréttlæti við upphaflega úthlutun, þar sem flestir núverandi handhafar aflaheimilda hafa keypt þær. Til þess að efla pólitískan samhljóm um kvótakerfið ættu stjórnvöld að hækka auðlindaskatt á þann hátt að hvorki valdi fjárhagslegu tjóni í sjávarútvegi né valdi skaða á kvótakerfinu sjálfu."

Sjá nánar skýrslu OECD á vef Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.