sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ofveiði Rússa minnkar

3. maí 2008 kl. 17:27

Góðar fréttir úr Barentshafi

Í skýrslu um veiðar Rússa á þorski og ýsu í Barentshafi árið 2006, sem norsk yfirvöld hafa tekið saman og var nýlega kynnt, kemur fram að ofveiði Rússa hafi minnkað um 23%, eða 23 þúsund tonn, fyrir þorsk og 55%, eða 20 þúsund tonn, fyrir ýsu, að því er fram kemur í fréttabréfi norskra útgerðarmanna.

Þetta eru áætlaðar tölur og tekið er fram að þær séu mikilli óvissu háðar. Engu að síður fagna Norðmenn þessum niðurstöðum enda eru þorskur og ýsa mikilvægustu fisktegundirnar í Barentshafi sem báðar þessar þjóðir nýta. Norðmenn þakka þennan árangur virkara pólitísku samstarfi milli Noregs og Rússlands. Engu að síður sýna þessar tölur að á árinu 2006 veiddu Rússar enn umtalsvert umfram leyfilega kvóta. Því er minnt á að þörfin fyrir að vinna ötullega gegn veiðum umfram kvóta sé áfram brýn.