mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óheftar makrílveiðar við Færeyjar

10. september 2012 kl. 10:37

Þórshöfn í Færeyjum.

Allar hindranir á veiðum afnumdar.

Færeyingar leggja nú allt kapp á að heildarmakrílkvótinn sem þeir settu sér fyrir þetta ár verði fiskaður upp. Eins og fram hefur komið hefur verið landað mun minna af makríl nú en á sama tíma í fyrra. 

Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra segir að allar takmarkanir á makrílveiðum við Færeyjar, svo sem hámarkafli  í einstökum skipaflokkum eða hámarksafli á hvern bát, verði nú afnumdar svo unnt verði að ná öllum kvótanum. Frá þessu er skýrt í norska blaðinu Fiskeribladet/Fiskaren. 

Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum hefur færeyski sjávarútvegsráðherrann gefið þá skýringu á minni afla á þessu ári en hinu síðasta, að útgerðarmenn og sjómenn hafi verið að treina sér kvótann fram eftir sumri til þess að geta veitt makrílinn þegar hann væri orðinn verðmætari. Einnig nefndi hann að makríllinn hefði verið mikið blandaður síld fyrr í sumar og það hefði gert veiðarnar erfiðari en ella. Og loks hefði slæmt veður í seinni tíð hamlað veiðum.