þriðjudagur, 28. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óhemjumagn af þorski gengur milli Íslands og Grænlands

27. maí 2010 kl. 11:31

Skipstjórar segja að gríðarmikið af þorski gangi frá Grænlandi til Íslands til hrygningar snemma árs og svo til baka aftur um þetta leyti .

Að undanförnu hafa togarar á Hampiðjutorginu vestur af Vestfjörðum orðið varir við mikið af stórum þorski sem er á leið frá Íslandi til Grænlands. ,,Í janúar og febrúar gengur spikfeitur og fallegur þorskur hingað yfir til Íslands frá Grænlandi. Hann fyllir Breiðafjörðinn og aðra firði og hrygnir hér. Í maí og fram í byrjun júní er hann svo á leið til baka til Grænlands hálfhoraður. Þetta er árviss atburður,” segir Þórður Magnússon skipstjóri á frystitogaranum Höfrungi II AK í samtali í nýjustu Fiskifréttum.

,,Mér finnst fiskifræðingar vera mjög varkárir í yfirlýsingum um þessa þorskgöngu á Íslandsmið og vilja lítið með hana gera. Ef hægt væri að auka þorskveiðar um 20-30 þúsund tonn á ári út á þennan fisk væri vel þess virði að verja einhverjum fjármunum í að rannsaka hann,” segir Þórður. 

Sjá nánar viðtal  við Þórð Magnússon í Fiskifréttum sem fylgja  Viðskiptablaðinu í dag.