miðvikudagur, 12. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öldungurinn skilaði mestu aflaverðmæti

14. janúar 2016 kl. 10:00

Kleifaberg er einn elsti frystitogari flotans, smíðaður árið 1974, Mynd/Þorgeir Baldursson

Kleifaberg RE fiskaði fyrir 3.687 milljónir króna á nýliðnu ári.

Kleifaberg RE, eitt elsta skipið í íslenska frystitogaraflotanum, skilaði mestu aflaverðmæti allra skipa á nýliðnu ár eða 3.687 milljónir króna. Brim hf. gerir skipið út og einnig togarana í öðru og fjórða sæti, Guðmund í Nesi RE sem veiddi fyrir 3.276 milljónir og Brimnes RE sem skilaði 3.031 milljón króna. 

Vilhelm Þorsteinsson EA sem verið hefur með mest aflaverðmæti íslenskra skipa mörg undanfarin ár varð í 3. sæti á nýliðnu ári með 3.132 milljónir króna. 

Þetta kemur m.a. fram í samantekt Fiskifrétta um þau skip sem skiluðu mestu aflaverðmæti á árinu 2015. Samantektin er byggð á upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér hjá viðkomandi útgerðum. Alls 17 skip fiskuðu fyrir meira en tvo milljarða króna á árinu. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.