mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ólíkt hafast þeir að

15. nóvember 2012 kl. 13:01

Fiskibátur við bryggju í Noregi.

Rauð-græna ríkisstjórnin í Noregi hafnaði upptöku auðlindaskatts þar sem slíkt myndi veikja atvinnugreinina og byggðarlögin.

Hin rauð-græn ríkisstjórn Noregs, sem svo er kölluð, lítur öðrum augum hugmyndir um auðlindaskatt í sjávarútvegi en núverandi ríkisstjórn Íslands. Á þetta bendir Helgi Áss Grétarsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands í grein í Fiskifréttum í dag. 

Í skýrslu sem ríkisstjórnin lagði fyrir norska stórþingið árið 2006 segir m.a.:  „Eftir að hafa metið málið í heild sinni hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunir strandsvæða séu best varðir með því að arður í fiskveiðum sé sem mest haldið innan atvinnugreinarinnar og innan strandsvæðanna...Ríkisstjórnin mun því ekki leggja á auðlindaskatt á þá sem stunda fiskveiðar í atvinnuskyni.“ 

Þá nefnir Helgi Áss að ríkisstjórn mið- og hægri flokka í Noregi, sem sat að völdum árin 2001-2005 hafi m.a. rýmkað heimildir til að sameina „langtímakvóta“ tveggja eða fleiri fiskiskipa yfir á eitt fiskiskip. Um óbeint framsal aflaheimilda var um að ræða og þótti það umdeilt. Rauð-græna ríkisstjórnin afnam þetta ákvæði tímabundið og skipaði nefnd til að endurskoða málið en féllst svo á álit nefndarinnar um að leyfa bæri slíkt framsal. 

Sjá nánar grein Helga Áss í Fiskifréttum.