þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Olíuverð lækkar um 24%

24. september 2015 kl. 10:36

Olíuverð

Er 40 krónum lægra á lítra en var fyrir 10 mánuðum

Olíuverð til smábáta hefur lækkað um rúm 24% á 10 mánaða tímabili að því er fram kemur á vef Landssamband smábátaeigenda 

LS hefur nú haldið utan um olíuverð í 11 mánuði og birt mánaðarlega upplýsingar um lítraverð á litaðri olíu við bátadælu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að verð heldur áfram að lækka. Þegar reiknað er meðalverð olíufélaganna þriggja á tímabilinu kemur í ljós að það var hæst í nóvember í fyrra rúmar 164 kr/lítri, en nú 10 mánuðum síðar er verðið hins vegar 40 krónum lægra. Lækkunin nemur 24,3%, segir á vef LS.

Þar segir einnig að OLÍS bjóði í dag lægsta lítraverðið 122,60 m.vsk, sem er 4,1% lækkun milli mánaða. Sjá nánar á vef LS.