mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öll skipin þrjú slógu met

20. september 2018 kl. 18:00

Ljósafellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. MYND/ÓM

Nýliðið fskveiðiár varð happadrjúgt fyrir útgerð Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfrði

Ljósafellið fór yfr fmm þúsund tonn þrátt fyrir tvo Hafrótúra, Sandfellið veiddi rúmlega 2.400 tonn og aflaverðmæti Hoffellsins fór yfir milljarðinn. 

„Þetta hefur ekki gerst í sögunni,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf., um aflamet Ljósafellsins. Skipið fiskaði nærri 5.100 tonn á síðasta fiskveiðiári og varð aflinn um 40 prósentum hærri en meðalafli síðustu 16 ára. Áhöfninni var færð terta í tilefni af þessum áfanga.

„Þetta er líka gott af því að við fórum tvo Hafrótúra, eins og við höfum gert á hverju ári, og það fóru eiginlega tæpir tveir mánuðir í það. Þá fiskum við ekki helming af því sem annars myndi gerast,“ segir Friðrik, harla sáttur við útkomu ársins.

„Það hefur oft verið verra,“ segir Friðrik. „Þetta hefur allt gengið frekar vel,“ og á þá ekki aðeins við velgengni Ljósafellsins því Sandfellið og Hoffellið hafa ekki síður fiskað grimmt.

Sandfellið náði þeim merka áfanga að verða aflahæsti krókabáturinn frá upphafi. Skipið kom með 2.400 tonna afla að landi á fiskveiðiárinu og var áhöfninni af því tilefni færð dýrindis terta. Á vef Loðnuvinnslunnar var Örn Rafnsson, skipstjóri á Sandfellinu, spuður hverju hann vildi þakka þennan góða árangur og sagði hann að það væru nokkrir samverkandi þættir. „Við erum í frjálsum veiðum, sem þýðir að það er ekkert sem stoppar okkur nema veðrið. Við erum með tvær frábærar áhafnir, góðan bát og útgerð sem sér um að koma aflanum til vinnslu, við þurfum sem sé aldrei að stoppa vegna þess að vinnslan hafi ekki undan eða þess háttar,“ sagði hann.

Þá náði Hoffellið þeim áfanga að aflaverðmæti skipsins á árinu er komið yfir milljarðinn. Af því tilefni fékk áhöfnin sömuleiðis tertu til fagna góðum árangri. „Hoffellið er búið að veiða 42 þúsund tonn á kvótaárinu, og það sem af er ári um 34 þúsund tonn,“ segir Friðrik. Hoffellið varð líka afladrjúgt á makrílveiðum og varð eitt aflahæsta makrílskip ársins.

Friðrik segir töluvert hafa ræst úr makrílnum þegar á leið. Nú er tekið að síga á seinni hlutann en undanfarin ár hafa þeir verið að landa síðasta túrnum í byrjun október.

„Þetta er töff,“ segir hann samt um makrílveiðarnar. „Þetta hefur verið svolítið stress því það er svo langt á milli veiðisvæða. Hann var að veiðast fyrir vestan land og fyrir austan land, og svo úti í Smugu. Það eru kannski sjö hundruð mílur á milli svæðanna og þá er eins gott að menn fari í rétta átt.“