mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ólympískar veiðar á úthafskarfa

9. maí 2014 kl. 11:00

Úthafskarfi Mynd: Einar Ásgeirsson.

Fimm til sex skip slást um 2.320 tonna kvóta Norðmanna

Á laugardaginn hefja norsk skip ólympískar veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg, að því er fram kemur í frétt á vef samtaka norskra útvegsmanna. Norðmenn hafa alltaf haft þennan háttinn á við stjórn veiða á úthafskarfa.

Norski kvótinn er aðeins 2.320 tonn og skiptist hann þannig að 770 tonn fá Norðmenn vegna NEAFC-samningsins, 800 tonn  frá ESB og 750 tonn frá Grænlandi.

Talið er að fimm til sex skip muni stunda þessar veiðar og verða þær stöðvaðar um leið og norska heildarkvótanum er náð. Það er ekki eftir miklu að slægjast því kvótinn er ekki nema 390 til 460 tonn að meðaltali á skip.