mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Orkusparandi aðferð við fiskveiðar

12. nóvember 2012 kl. 12:21

Þorskur á sundi.

Veiðar með hjálp lágtíðnihljóðs hafa ýmsa kosti.

 

,,Sú framúrstefnulega veiðiaðferð að nota lágtíðnihljóð til þess að laða fiskinn að veiðitækinu gæti hugsanlega orðið mikilvægur valkostur við nýtingu fiskistofna,“ segir í greinargerð á vef Hafrannsóknastofnunar, en dr. Björn Björnsson fiskifræðingur fékk sem kunnugt er Framúrstefnuverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012 fyrir þessa hugmynd. 

Í greinargerðinni er þó bent á að ekki verði hægt að stunda veiðar með hljóði nema á afmörkuðu veiðisvæði þar sem aðrar bolfiskveiðar yrðu bannaðar vegna þess að ekki gangi upp að hver sem er geti hirt fiskana jafnóðum og þeim sé safnað saman. Líklegt sé að sjávarútvegsfyrirtæki sem fengi slíkan einkaaðgang að veiðisvæði yrði að greiða hærri auðlindarentu en fyrirtæki sem væru á almennum veiðum. Því yrði nauðsynlegt að setja sérstök lög um slíkar veiðar.

Sjá greinargerðina í heild á vef Hafró.