laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskkvótaaukning í Barentshafi næstu árin

21. apríl 2009 kl. 13:20

Hrygningarstofn þorsksins í Barentshafi kemst yfir eina milljón tonna á næsta ári og stækkar enn meira árið á eftir. Það þýðir að unnt verður að auka þorskkvótann um 10% þegar á næsta ári eða um 50 þúsund tonn sem skiptast mun jafnt milli Norðmanna og Rússa.

Þetta kemur fram í viðtali við Jörn Krog ráðuneytisstjóra í norska sjávarútvegsráðuneytinu í blaðinu Lofotposten.

Fleiri tegundir en þorskur eru í örum vexti í Barentshafi , einkum ýsa en einnig síld og loðna. Þá er rækjustofninn einnig í góðu ástandi, segir Krog í viðtalinu.