fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskkvótinn í Barentshafi 607 þús. tonn

9. október 2009 kl. 12:00

Norðmenn og Rússar hafa náð samkomulagi um stjórn veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í Barentshafi á næsta ári. Stofnarnir eru í mjög góðu ástandi og kvótar fyrir bæði þorsk og ýsu verða auknir.

Þorskkvótinn hefur verið ákveðinn 607.000 tonn sem er aukning um 82.000 tonn frá yfirstandandi ári. Kvótanum er skipt milli Rússlands, Noregs og annarra landa í sömu hlutföllum og áður. Hlutur Noregs verður 271.000 tonn sem er 16% aukning.

Ýsukvótinn á næsta ári verður 243.000 tonn en hann er 194.000 tonn í ár. Aukningin nemur 25%. Loðnukvótinn er ákveðinn 360.000 tonn sem er heldur minna en á þessu ári.

Þá varð samkomulag um 15.000 tonna kvóta á grálúðu árlega næstu þrjú árin.