þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskkvótinn í Barentshafi aukinn um 100.000 tonn

5. október 2010 kl. 11:17

Norsk-rússneska fiskveiðinefndin hefur tilkynnt að þorskkvótinn í Barentshafi á næsta ári verði 703 þúsund tonn eða tæplega 100 þúsund tonnum meira en í ár. Þetta er 16% aukning frá árinu í ár.

Ýsukvótinn verður 303.000 tonn sem er 25% aukning. Þá verður leyft að veiða 380.000 tonn af loðnu sem er 5,5% aukning frá yfirstandandi ári.

Allar þessar ákvarðanir taka mið af  langtíma aflareglu sem fiskveiðinefndin hafði áður komið sér saman um og byggist á ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Kvótar bæði þorsks og ýsu eru í sögulegu hámarki.