þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öryggið uppmálað

27. ágúst 2015 kl. 15:00

Skip legst að bryggju í höfninni í Galway

Skipstjóri á 5 þúsund tonna tankskipi sýnir ótrúlegt öryggi þegar skipinu er lagt í þröngri höfn MYNDBAND

Það getur verið snúið að leggja skipum við bryggju þar sem innsiglingin er þröng og hafnarsvæðið lítið. Þannig háttar til í höfninni í Galway í Írlandi. Skipstjóri á fimm þúsund tonna tankskip lét það þó ekki hindra sig eins og sjá má í meðfylgjandi MYNDBANDI sem tekið er úr lofti. Hann siglir skipinu örugglega milli tveggja hafnarkanta þar sem bilið milli þeirra er varla meira en breidd skipsins og snýr svo skipinu inni í höfninni. Myndbandið er sýnt á auknum hraða til að menn sjái betur hve siglingin er örugg en í raun tóka það ekki nema 20 mínútur að sigla inn í höfnina og leggjast að hafnarbakkanum.