mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óvæntur bati túnfiskstofns

28. september 2012 kl. 08:00

Bláuggatúnfiskur

Stofn bláuggatúnfisks í Atlantshafi sýnir batamerki eftir verndaraðgerðir.

Bláuggatúnfiskstofninn í Atlantshafi sýnir hefur sýnt ákveðin batamerki eftir að gripið var til ýmissa ráðstafana á síðustu árum til þess að forða honum frá algjöru hruni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu sem Alþjóðatúnfiskverndarráðið (ICCAT) hefur látið gera en ráðið stjórnar veiðum á bláuggatúnfiski í Atlantshafi. 

Spænska blaðið EL País skýrir frá þessu og segir að þessi skjóti bati hafi komið vísindanefnd ráðsins nokkuð á óvart. Talið er að batann megi þakka verndaraðgerðum sem gripið hefur verið til, svo sem skerðingu veiðikvóta, fækkun báta á þessum veiðum og banni við því að veiða smærri túnfisk en 30 kílóa. 

Árið 2007 var kvótinn 32.000 tonn en á yfirstandandi ári er 12.900 tonn. Fram kemur í frétt á vefnum fis.com að á árabilinu 1995 og 2007 sé  talið að veitt hafi verið miklu meira af bláuggatúnfiski en veiðiheimildir leyfðu eða 50-61 þúsund tonn á ári.