þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Pangasius fyrir 118 milljarða

7. október 2013 kl. 09:00

Pangasíus

Bandaríkin stærsti kaupandi á pangasius frá Víetnam á fyrstu sjö mánuðum ársins

Tíu stærstu útflytjendur á pangasíus í Víetnam seldu fisk fyrir um 505,5 milljóna dollara (um 60 milljarða ISK) á fyrstu átta mánuðum ársins, að því er fram kemur á vefnum fis.com. Stærsti útflytjandinn, Vinh Hoan, flutti út fyrir 112,8 milljónir.

Samkvæmt opinberum tölum dróst útflutningur á pangasius frá Víetnam saman um 0,6% ef miðað er við sjö fyrstu mánuði ársins og nam um 985 milljónum dollara (um 118 milljörðum ISK).

Um helmingur útflutningsins fór til ESB-landa og Bandaríkjanna. Útflutningur til Bandaríkjanna nemur um 230 milljónum dollara sem eru um 23% af heildinni. Útflutningur til ESB nemur um 222 milljónum dollara. Innan Evrópu er Spánn stærsti kaupandinn á pangsius, kaupir fyrir 46 milljónir dollara, Holland kemur þar á eftir með um 40 milljónir, til Þýskalands fer pangasius fyrir um 26 milljónir og til Bretlands fyrir 24 milljónir.