mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Pangasius vex hraðast í eldi og neyslu

8. október 2009 kl. 15:00

 Pangasius, sem kemur nær eingöngu frá Víetnam, er sú fisktegund sem vaxið hefur hvað hraðast í eldi og neyslu á undanförnum árum. Víetnamar framleiddu rúm milljón tonn af pangasius í fyrra en til samanburðar má nefna að Íslendingar veiddu um 1,3 milljónir tonna á árinu.

Þessar upplýsingar koma fram í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. Rætt er við Kristján Hjaltason ráðgjafa sem gerði sér ferð til Víetnam í vor til að kynna sér eldi á pangasius.

,,Eldisfyrirtækin eru mörg hver mjög stór og ársvelta þeirra stærstu er 200-300 milljónir dollara (25-37 milljarðar ísl. kr.). Þau stærstu taka um 1-2 þúsund tonn af lifandi fiski til vinnslu á dag en oft kemur um þriðjungur hráefnisins frá eigin eldi. Einnig er fjöldi smærri framleiðslu- og eldisfyrirtækja starfandi við hlið þeirra stóru. Stærstu fyrirtækin reka nokkrar verksmiðjur og eru með 3-4 þúsund manns í vinnu. Vinnslusalir eru stórir og mannmargir en einnig eru margar verksmiðjur nokkuð vel tækjum búnar. Víetnam er láglaunaland eins og Kína en verksmiðjurnar þar eru vélvæddari en í Kína,“ sagði Kristján.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.