sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Perú: Spá 5% aukningu í útflutningi hefðbundinna sjávarafurða

14. september 2009 kl. 15:00

Því er spáð að útflutningur hefðbundinna sjávarafurða frá Perú árið 2010 muni nema um 1,9 milljörðum dollara eða um 240 milljörðum ísl. króna.

Útflutningur frá Perú á hefðbundnum sjávarafurðum á þessu ári er talinn verða svipaður og hann var á árinu 2008 þótt sala á mjöli og lýsi hafi dregist saman vegna heimskreppunnar. Talsmaður samtaka útflytjenda sjávarafurða í Perú spáir því hins vegar að aukningin á næsta ári verði um 5% frá árinu 2008.

Heildarútflutningur allra fiskafurða í Perú 2008 nam 2,4 milljörðum dollara, þar af var hefðbundinn útflutningur, þ.e. mjöl, lýsi, makríltegundir og ansjósur 1,8 milljarðar en nýjar tegundir 626 milljónir dollara. 5% vöxtur mun því leiða til þess að útflutningur nemi 1,9 milljörðum dollara árið 2010.

Þá er því einnig spáð að nýju tegundirnar, svo sem tilapia, vetrarflundra og fleiri tegundir eigi eftir að vinna nýja markaði erlendis fyrir sjávarafurðir frá Perú.

Heimild: IntraFish