sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Perú: Verðhækkanir á fiskmjöli örva útflutning

24. ágúst 2010 kl. 15:00

Samtök fiskframleiðenda í Perú (SNP) spá því að útflutningur á fiskmjöli frá Perú muni aukast á þessu ári en hann nam rúmum 1.400 milljónum USD (170 milljörðum ISK) árið 2009.

Aukningin stafar af hærra verði á fiskmjöli á alþjóðlegum mörkuðum heldur en var í fyrra en framleiðslan hefur minnkað vegna samdráttar í veiðiheimildum.

Samkvæmt opinberum tölum voru framleidd tæp 1,4 tonn af fiskmjöli í Perú á síðasta ári.

Forsvarsmaður SNP segir að þeir geri ráð fyrir því að verð á fiskmjöli muni verða á milli 1.400 og 1.500 USD á tonnið (um 175 þúsund ISK) það sem eftir lifir ársins en meðalverðið var 926 USD árið 2009. Eftir jarðskjálftann í Chile í febrúar síðastliðnum fór verðið hins vegar upp í 1.900 USD.

Ástæðan fyrir verðhækkuninni er sem fyrr aukin eftirspurn í Kína en þangað fer um helmingur af útflutningi á fiskmjöli frá Perú.

Heimild: www.fis.com