þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráðast gegn bulli um fiskveiðar

8. febrúar 2016 kl. 08:29

Makríll í trolli. (Mynd af vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar)

Visindamenn víða um heim stofna vef til þess að andmæla rangfærslum.

Hópur vísindamanna víða um heim hefur stofnað vefsíðu (www.cfooduw.org)  þar sem margs konar rugl og bull um fiskveiðar í fjðlmiðlum er hrakið. Í ritstjórn vefsins eru vísindamenn frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Suður-Afríku, Malasíu, Bretlandi, Argentínu, Ástraliu og Japan. 

Á vefnum segir að þetta framtak sé sprottið vegna þess að aðstandendum hans hafi ofboðið villandi og rangar fréttir í fjölmiðlum um fiskveiðar og nýtingu fiskistofna. 

Samtök útvegsmanna í Bretlandi (NFFO) fagna þessu framtaki og segja vísindamennina standa sig frábærlega í því að vísa á bug ýkjufrásögnum, rangfærslum og geðþóttavali á staðreyndum, sem sumir háskólamenn, óopinber samtök og  umhverfisblaðamenn láti frá sér fara þegar fjallað sé um fiskveiðar. 

Vefinn má finna HÉR