mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráðherra dragi úr samkeppnishindrunum

23. nóvember 2012 kl. 15:52

Fiskvinnsla

Samkeppniseftirlitið beinir því til atvinnuvegaráðherra að jafna stöðu fiskvinnsla án útgerðar.

 

Samkeppniseftirlitið hefur mælst til þess við atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, að hann beiti sér fyrir því að dregið verði úr samkeppnishindrunum sem fiskvinnslur án útgerðar verði fyrir vegna verðlagningar á fiski til vinnslu í samanburði við fyrirtæki þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi.  

Samkeppniseftirlitið bendir á nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að beita sérstökum milliverðlagningarreglum eins og um viðskipti milli tveggja óskyldra aðila væri að ræða. Önnur er um að breyta fyrirkomulagi hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Einnig að heimildir til kvótaframsals verði auknar. 

Jón Steinn Elíasson formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerðar (SFÚ) segir að nú eigi ráðherrann næsta leik. Hann segir í samtali við Fiskifréttir að fyrsta skrefið gæti verið að skylda útgerðir til þess að setja ákveðið hlutfall af afla sínum á fiskmarkað.

Sjá nánar í Fiskifréttum.