fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró

16. júní 2015 kl. 13:10

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.

Makrílveiðum verður stýrt með sama hætti og í fyrra.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildarafla fyrir tiltekna nytjastofna fiskveiðiárið 2015-2016. Þriðja árið í röð fylgir ráðherra tillögum Hafrannsóknarstofnunnar. Þá hefur ráðherra einnig gefið út reglugerð um stjórn makrílveiða fyrir komandi vertíð.   

Heildarafli í makríl verður 173 þúsund tonn og hlutfallsleg skipting hans á milli flokka er með sama hætti og í fyrra. 

Enn á eftir að ákveða aflamark í stórum uppsjávartegundum

Í frétt atvinnuvegaráðuneytisins segir að alls gæti verðmætaaukning vegna aukins heildarútflutnings sjávarafurða vegna aflaaukningar numið 7-8 milljörðum króna, haldist afurðaverð svipað því sem af er ári.