miðvikudagur, 11. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráðherra hyggst leigja út makrílkvótann

25. nóvember 2013 kl. 13:01

Makríll (Mynd: Kristján Kristinsson)

Heimildirnar fái þeir sem skapað hafi verðmætin á liðnum árum.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hyggst skipta makrílkvótanum á skip og ,,leggja til að verðmætin verði leigð til þeirra sem þau hafi skapað,“ eins og hann orðar það í grein í Morgunblaðinu í dag. 

Í greininni segir m.a.: ,,Þjóðin, sem er eigandi auðlindarinnar, hlýtur að gera kröfu um hámarksarðsemi af henni.  Þessum áhrifum vil ég ná með því að leggja til hlutdeildasetningu á makríl. Ég hyggst ekki leggja til að kvótinn verði seldur hæstbjóðanda á uppboði; líklegast yrðu það þá fáir stórir aðilar sem fengju allt.  Ég hyggst leggja til að verðmætin verði leigð til þeirra sem þau hafa skapað; verði það niðurstaðan hefði þjóðin leigugjald af veiðum á makríl til framtíðar.“

Sigurður Ingi segist vilja benda ágætum fyrrverandi sjávarútvegsráðherrum á að þá staðreynd að makrílveiðikerfinu hafi nánast verið læst á grundvelli veiðireynslu árið 2010. „Nú þegar sex ára veiðireynsla liggur fyrir og væntingar, sem m.a. hafa skilað sér í verðmætri uppbyggingu og fjárfestingum í búnaði, er örðugt að stíga fram og segja að veiðireynsla hafi litla eða enga þýðingu,“ segir sjávarútvegsráðherra.