fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráðherra leyfir frjálsar veiðar á síld innan brúar

22. nóvember 2013 kl. 17:23

Síldardauði Kolgrafafirði sl. vetur. (Mynd: Tómas)

Síld gengur inn í Kolgrafafjörð. Auk frjálsra veiða á henni ætlar Hafrannsóknarstofnun að gera tilraunir til að fæla hana í burt.

Veiðar á síld innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi eru frjálsar, samkvæmt ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þegar síld 

Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að í ljósi þess að síld er gengin inn í fjörðinn er vonast til að veiðarnar geti hvoru tveggja bjargað verðmætum og haft mögulegan fælingarmátt þannig að síldin gangi fyrr út úr firðinum en ella.

Þá segir í tilkynningunni að Hafrannsóknarstofnun muni í næstu viku hefja tilraunir með að fæla síldina burt með sérstökum útbúnaði sem gefur frá sér háhyrningahljóð, sem vitað er að síldin forðast undir náttúrulegum kringumstæðum.