þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráðleggja minni þorskkvóta í Barentshafi

12. júní 2015 kl. 11:00

Þorskur á sundi.

Ýsu- og ufsakvótar hins vegar á uppleið.

Þorskstofninn í Barentshafi er á niðurleið eftir mikla uppsveiflu undanfarin ár. Alþjóðahafrannsóknaráðið ráðleggur að þorskkvótinn á næsta ári verði 805.000 tonn sem 90.000 tonnum minna en á yfirstandandi ári. Talið er að þorskkvótinn á næstu árum verði á bilinu 700-800 þús. tonn en fór um og yfir milljón tonn þegar mest var. 

Veiðiráðgjöf í ýsu fyrir árið 2016 er 25% hærri en fyrir árið 2015, en þá ber þess að geta að þessi kvótaaukning er þegar komin fram eftir ákvörðun norsk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar á dögunum þegar kvóti yfirstandandi árs var hækkaður úr 178.000 tonnum í 223.000 tonn. 

Auk þess má nefna að ráðlagður ufsakvóti á næsta ári er 140.000 tonn sem er 18.000 tonna aukning frá kvótanum í ár. 

Frá þessu er skýrt á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.