laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rækja vinsælasta sjávarmeti Bandaríkjamanna

10. maí 2016 kl. 10:19

Rækja

Alþjóðlegi rækjudagurinn haldinn í dag

Svo ber við á alþjóðlega rækjudaginn, sem haldinn er í Bandaríkjunum í dag, að rækja er orðin vinsælasta sjávarafurðin til manneldis í landinu og slær þar við tegundum eins og laxi og túnfiski, sem jafnan hafa notið mikilla vinsælda.

Samkvæmt National Fisheries stofnuninni neytti hver Bandaríkjamaður að jafnaði 1,8 kg af rækju árið 2014. Magn rækju í fæðu Bandaríkjamanna hækkar með hverju ári.  

 

Vegna vinsælda rækju hefur tegundin öðlast sinn árlega hátíðardag í Bandaríkjunum. Þann dag ber upp 10. maí ár hvert. Neytendur í Bandaríkjunum og um allan heim eru hvattir til að taka þátt í deginum með því að matreiða sína eftirlætis rækjurétti og deila þeim síðan á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Twitter eða Instagram með því að nota myllumerkið #NationalShrimpDay.