mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rækjuaflinn tæp 11.000 tonn á nýliðnu ári

6. janúar 2014 kl. 09:59

Rækjuhal. (Mynd: Guðmundur Skúli Bragason)

Rúmlega fimmtíu skip og bátar stunduðu veiðarnar.

Þrátt fyrir að rækjuveiðar hafi verið stöðvaðar í tvo mánuði árið 2013 veiddust alls tæplega 11 þúsund tonn af rækju sem er mun meira en mörg undanfarin ár. Rösklega 50 bátar stunduðu veiðarnar. Þetta kemur fram á vefnum aflafrettir.is

Af þessum afla komu tæp 7.000 tonn af skipum sem veiddu úthafsrækju til vinnslu í landi og 2.400 tonn af frystiskipum. Að auki veiddust 1.500 tonn af innfjarðarækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. 

Aflahæsta skipið var frystitogarinn Ísbjörn ÍS með 968 tonn í 11 löndunum og kom mest með 133 tonn úr einum túr. Aflahæsti ísrækjubáturinn var nú sem oft áður Sigurborg SH með 750 tonn í 30 löndunum og mest 32 tonn í einni löndun. 

Sjá nánar á aflafrettir.is