föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rækjuneysla í Kína meira en tvöfaldast á 10 árum

20. september 2016 kl. 11:41

Hlýsjávarrækja.

Ársneyslan komin í um 1,7 milljónir tonna

Rækjuneysla í Kína hefur aukist um 123% á 10 ára tímabili, eða frá árinu 2005 til 2015, að því er segir á vefnum undercurrentnews.com.

Þessar upplýsingar komu fram á alþjóðlegri ráðstefnu um horfur í fiskeldi í heiminum sem haldin er í Guangzhou í Kína þessa dagana. Þegar litið er til áranna 2010 til 2015 jókst rækjuneyslan í Kína um 60%. Ársneyslan er nú komin í 1,7 milljónir tonna.

Á sama tíma hefur útflutningur á rækju frá Kína dregist saman um 37%, var 500 þúsund tonn árið 2011 en var komið niður í 300 þúsund tonn árið 2015.